Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Þeir klikka ekki þessir

Var að renna yfir mbl.is og rakst þá á þessa frétt Baggalútur sendir frá sér ættjarðarlag. Baggalútur er sko sveit að mínu skapi og hef ég verið aðdáandi þeirra til margra ára. Jafnvel ekki laust við að ég hafi öfundað þá örlítið fyrir að þora í upphafi að sleppa fíflaganginum lausum fyrir alþjóð. Og þegar ég tala um fíflagang þá er það í jákvæðri merkingu þess orðs. Ómar Ragnarsson var þessum hæfileika gæddur fram eftir aldri þ.e.a.s. að fíflast við þjóðina á jákvæðan hátt(slæmt þegar svona fíflungar fara út í pólitík). Laddi er náttúrulega bara snillingur að fíflast við þjóðina og svona mætti áfram telja.

Auðvitað er það ekki öllum gefið að geta skemmt heilli þjóð á sínum eigin forsemdum en það hefur þeim félögunum í Baggalút tekist vel til. Haldið áfram á sömu braut og þá er heimsfrægðin handan við hornið. (auðvitað verða þeir ekkert heimsfrægir, fannst bara flott að enda þetta svona)


mbl.is Baggalútur sendir frá sér ættjarðarlag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að gerast!

Ég verð nú að viðurkenna að ég reiknaði ekki með því að halda áfram að blogga. Fannst þetta frekar tilgangslaust enda engin sem skoðaði síðuna. En hvað gerist, allt í einu eru þrjú komment í gestabókinni og þar að auki þá vilja bloggarar endilega gerast blogg-vinir mínir! Gef þessu kanski smá tíma og læt reyna á hvort ég verði iðnaðri við skrifin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband