Blús-gírinn

Nú er blús stemningin að eflast og vaxa innra með manni enda bara tveir dagar í fyrstu tónleika. Hátíðin í fyrra var mögnuð en mér sýnist að þessi hafa alla burði til að verða enn betri. Ég bíð spenntur eftir að heyra í gömlu gítarhetjunni og snillingnum Björgvini Gíslasyni en hann ætlar að spila með Kentár. Björgvin var aðal gítartöffarinn þegar ég var unglingur (ekki svo langt síðan) og spilaði hann m.a. með Pops, Náttúru, Pelican, Póker, Friðryk og Paradís ásamt því að gefa út nokkrar sólóplötur. Takið eftir P-hljómsveitunum, en í þeim öllum var fremstur á sviðinu Pétur Kristjánsson söngvari og orginal rokkari. Þessi helgi verður bara frábær, skella sér í blús gírinn á fimmtudag og þræða síðan tónleika til sunnudags. Frábært!! Skora á alla Hornfirðinga að taka þátt svo hátíðin megi vaxa og dafna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband