Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013

Jákvæð þjóð

Íslendingar eru jákvæðasta og hamingjusamasta þjóð í heimi að eigin sögn.....einmitt. Kommenta kerfi DV er þá trúlega yfirfullt af þessum jákvæðu Íslendingum, við gefum vitanlega nýrri ríkisstjórn tækifæri til að koma eins og 2 -3 málum í gegn áður en við tökum hana af lífi og kannski erum við bara jákvæð yfir að búa í vel reknu sveitarfélagi eins og ég bý í. En neiiiiiii......við skulum vera dugleg að drulla yfir allt og alla, það er ömurlegt að búa á Íslandi vegna þess að einhver vill mynda ríkistjórn. Mér er alveg sama hver......þetta er bara ömurlegt lið. Það er ömurlegt þegar vel gengur hjá einhverjum, sama hjá hverjum það er. Ég kalla viðkomandi aumingja á kommentakerfinu og fullt af fólki tekur undir með mér :) Mér finnst ég vera vinsæll af því að allir eru svo jákvæðir út í neikvæða statusa hjá mér á Facebook. Það er þess vegna sem ég segi í skoðanakönnunum að ég sé hamingjusamur.

Hef oft velt því fyrir mér hvað fólk myndi segja ef stjórnmálamaður myndi hrauna yfir viðkomandi á kommentakerfum fjölmiðlanna, á sama hátt og margir af hinum svo kölluðu hamingjusömu og jákvæðu Íslendingum leyfa sér skítkast eins og engi sé morgundagurinn.

Leyfum okkur að vera jákvæð og hamingjusöm.....við getum á sama tíma verð gagnrýnin og ábyrg :)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband