Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Blús-gírinn

Nú er blús stemningin að eflast og vaxa innra með manni enda bara tveir dagar í fyrstu tónleika. Hátíðin í fyrra var mögnuð en mér sýnist að þessi hafa alla burði til að verða enn betri. Ég bíð spenntur eftir að heyra í gömlu gítarhetjunni og snillingnum Björgvini Gíslasyni en hann ætlar að spila með Kentár. Björgvin var aðal gítartöffarinn þegar ég var unglingur (ekki svo langt síðan) og spilaði hann m.a. með Pops, Náttúru, Pelican, Póker, Friðryk og Paradís ásamt því að gefa út nokkrar sólóplötur. Takið eftir P-hljómsveitunum, en í þeim öllum var fremstur á sviðinu Pétur Kristjánsson söngvari og orginal rokkari. Þessi helgi verður bara frábær, skella sér í blús gírinn á fimmtudag og þræða síðan tónleika til sunnudags. Frábært!! Skora á alla Hornfirðinga að taka þátt svo hátíðin megi vaxa og dafna.


Ánægður karlinn

Jæja þá er karlinn orðinn 45 ára. Er svakalega ánægður með mig í dag, almskardá virkilega skilið klapp á bakið. Var búin að heita því að koma mér í form fyrir afmælið og auðvitað klikkaði kallinn ekki á því. Skellti mér í eina göngu upp og niður Almannaskarð, bingó, kominn líka í þetta svaka formið eftir gönguna! Reikna fastlega með því að endurtaka þessa göngu fyrir fimmtugsafmælið! Annað sem gleður mig er leiksýning sem ég fór á í gærkvöldi. Leikhópur Mána og Leikfélag Hornafjarðar hafa verið að sýna Fiðlarann á þakinu og skelltum við okkur fjölskyldan í Mánagarð. Stórgóð og skemmtileg sýning og ótrúlegur fjöldi fólks sem kemur að sýningunni á einn eða annan hátt. Ég tek ofan fyrir öllu þessu fólki sem er tilbúið að eyða sínum frítíma í að skemmta okkur hinum. Höfum í huga að það er ekkert sjálfgefið í þessum efnum.   

Ég og Blogg-heimurinn

Tók þá stórkostlegu ákvörðun í dag að taka þátt í hinum svo kallaða Blogg-heimi! Tímin kemur til með að leiða í ljós hversu öflugur bloggari ég verð. Það er meira að segja góður möguleiki á því að þetta verði bæði upphaf og endir á mínu blogg-lífi. Kemur allt í ljós á næstu dögum. Spennandi!!!

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband