Svona gengur þetta ekki lengur
22.4.2007 | 18:23
Vegna ótrúlegra viðbragða við blogg leysinu hjá mér hef ég ákveðið að taka mig verulega á í þeim efnum. Ég mun reyna að vera há pólitískur og leiðinlegur og fá þá jafnframt gott tilefni til að hætta þessari vitleysu.
Gaman að segja frá því að kosningaskrifstofa framsóknar á Hornafirði var opnuð í gær og er hún til húsa í kaupfélagstjórahúsinu. En ef mið er tekið af skoðankönnunum þá þarf nú ekki stór og mikil hús undir kjósendur framsóknar. Trúi samt ekki að niðurstaðan í vor verði til samræmis við þessar kannanir og því reikna ég með að Bjarni bóksali komist á þing.
Ótrúlegt að sjá fylgisaukningu sjálfstæðismanna, stilla upp fyrrverandi fanga og kjósendur í suðurkjördæmi halda ekki vatni yfir dýrðinni. Halló, er ekki eitthvað að!!
Athugasemdir
Verð ég ekki að kvitta víst ég var að kvarta ! En um pólitíkina á Íslandi veit ég ekkért og segji því pass ...
Góða Helgi - Guðrún
Guðrún (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.