Ánægður karlinn

Jæja þá er karlinn orðinn 45 ára. Er svakalega ánægður með mig í dag, almskardá virkilega skilið klapp á bakið. Var búin að heita því að koma mér í form fyrir afmælið og auðvitað klikkaði kallinn ekki á því. Skellti mér í eina göngu upp og niður Almannaskarð, bingó, kominn líka í þetta svaka formið eftir gönguna! Reikna fastlega með því að endurtaka þessa göngu fyrir fimmtugsafmælið! Annað sem gleður mig er leiksýning sem ég fór á í gærkvöldi. Leikhópur Mána og Leikfélag Hornafjarðar hafa verið að sýna Fiðlarann á þakinu og skelltum við okkur fjölskyldan í Mánagarð. Stórgóð og skemmtileg sýning og ótrúlegur fjöldi fólks sem kemur að sýningunni á einn eða annan hátt. Ég tek ofan fyrir öllu þessu fólki sem er tilbúið að eyða sínum frítíma í að skemmta okkur hinum. Höfum í huga að það er ekkert sjálfgefið í þessum efnum.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband