Jákvæð þjóð

Íslendingar eru jákvæðasta og hamingjusamasta þjóð í heimi að eigin sögn.....einmitt. Kommenta kerfi DV er þá trúlega yfirfullt af þessum jákvæðu Íslendingum, við gefum vitanlega nýrri ríkisstjórn tækifæri til að koma eins og 2 -3 málum í gegn áður en við tökum hana af lífi og kannski erum við bara jákvæð yfir að búa í vel reknu sveitarfélagi eins og ég bý í. En neiiiiiii......við skulum vera dugleg að drulla yfir allt og alla, það er ömurlegt að búa á Íslandi vegna þess að einhver vill mynda ríkistjórn. Mér er alveg sama hver......þetta er bara ömurlegt lið. Það er ömurlegt þegar vel gengur hjá einhverjum, sama hjá hverjum það er. Ég kalla viðkomandi aumingja á kommentakerfinu og fullt af fólki tekur undir með mér :) Mér finnst ég vera vinsæll af því að allir eru svo jákvæðir út í neikvæða statusa hjá mér á Facebook. Það er þess vegna sem ég segi í skoðanakönnunum að ég sé hamingjusamur.

Hef oft velt því fyrir mér hvað fólk myndi segja ef stjórnmálamaður myndi hrauna yfir viðkomandi á kommentakerfum fjölmiðlanna, á sama hátt og margir af hinum svo kölluðu hamingjusömu og jákvæðu Íslendingum leyfa sér skítkast eins og engi sé morgundagurinn.

Leyfum okkur að vera jákvæð og hamingjusöm.....við getum á sama tíma verð gagnrýnin og ábyrg :)


Svona gengur þetta ekki lengur

Vegna ótrúlegra viðbragða við blogg leysinu hjá mér hef ég ákveðið að taka mig verulega á í þeim efnum. Ég mun reyna að vera há pólitískur og leiðinlegur og fá þá jafnframt gott tilefni til að hætta þessari vitleysu.

Gaman að segja frá því að kosningaskrifstofa framsóknar á Hornafirði var opnuð í gær og er hún til húsa í kaupfélagstjórahúsinu. En ef mið er tekið af skoðankönnunum þá þarf nú ekki stór og mikil hús undir kjósendur framsóknar. Trúi samt ekki að niðurstaðan í vor verði til samræmis við þessar kannanir og því reikna ég með að Bjarni bóksali komist á þing.

Ótrúlegt að sjá fylgisaukningu sjálfstæðismanna, stilla upp fyrrverandi fanga og kjósendur í suðurkjördæmi halda ekki vatni yfir dýrðinni. Halló, er ekki eitthvað að!!


Þeir klikka ekki þessir

Var að renna yfir mbl.is og rakst þá á þessa frétt Baggalútur sendir frá sér ættjarðarlag. Baggalútur er sko sveit að mínu skapi og hef ég verið aðdáandi þeirra til margra ára. Jafnvel ekki laust við að ég hafi öfundað þá örlítið fyrir að þora í upphafi að sleppa fíflaganginum lausum fyrir alþjóð. Og þegar ég tala um fíflagang þá er það í jákvæðri merkingu þess orðs. Ómar Ragnarsson var þessum hæfileika gæddur fram eftir aldri þ.e.a.s. að fíflast við þjóðina á jákvæðan hátt(slæmt þegar svona fíflungar fara út í pólitík). Laddi er náttúrulega bara snillingur að fíflast við þjóðina og svona mætti áfram telja.

Auðvitað er það ekki öllum gefið að geta skemmt heilli þjóð á sínum eigin forsemdum en það hefur þeim félögunum í Baggalút tekist vel til. Haldið áfram á sömu braut og þá er heimsfrægðin handan við hornið. (auðvitað verða þeir ekkert heimsfrægir, fannst bara flott að enda þetta svona)


mbl.is Baggalútur sendir frá sér ættjarðarlag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að gerast!

Ég verð nú að viðurkenna að ég reiknaði ekki með því að halda áfram að blogga. Fannst þetta frekar tilgangslaust enda engin sem skoðaði síðuna. En hvað gerist, allt í einu eru þrjú komment í gestabókinni og þar að auki þá vilja bloggarar endilega gerast blogg-vinir mínir! Gef þessu kanski smá tíma og læt reyna á hvort ég verði iðnaðri við skrifin.

Blús-gírinn

Nú er blús stemningin að eflast og vaxa innra með manni enda bara tveir dagar í fyrstu tónleika. Hátíðin í fyrra var mögnuð en mér sýnist að þessi hafa alla burði til að verða enn betri. Ég bíð spenntur eftir að heyra í gömlu gítarhetjunni og snillingnum Björgvini Gíslasyni en hann ætlar að spila með Kentár. Björgvin var aðal gítartöffarinn þegar ég var unglingur (ekki svo langt síðan) og spilaði hann m.a. með Pops, Náttúru, Pelican, Póker, Friðryk og Paradís ásamt því að gefa út nokkrar sólóplötur. Takið eftir P-hljómsveitunum, en í þeim öllum var fremstur á sviðinu Pétur Kristjánsson söngvari og orginal rokkari. Þessi helgi verður bara frábær, skella sér í blús gírinn á fimmtudag og þræða síðan tónleika til sunnudags. Frábært!! Skora á alla Hornfirðinga að taka þátt svo hátíðin megi vaxa og dafna.


Ánægður karlinn

Jæja þá er karlinn orðinn 45 ára. Er svakalega ánægður með mig í dag, almskardá virkilega skilið klapp á bakið. Var búin að heita því að koma mér í form fyrir afmælið og auðvitað klikkaði kallinn ekki á því. Skellti mér í eina göngu upp og niður Almannaskarð, bingó, kominn líka í þetta svaka formið eftir gönguna! Reikna fastlega með því að endurtaka þessa göngu fyrir fimmtugsafmælið! Annað sem gleður mig er leiksýning sem ég fór á í gærkvöldi. Leikhópur Mána og Leikfélag Hornafjarðar hafa verið að sýna Fiðlarann á þakinu og skelltum við okkur fjölskyldan í Mánagarð. Stórgóð og skemmtileg sýning og ótrúlegur fjöldi fólks sem kemur að sýningunni á einn eða annan hátt. Ég tek ofan fyrir öllu þessu fólki sem er tilbúið að eyða sínum frítíma í að skemmta okkur hinum. Höfum í huga að það er ekkert sjálfgefið í þessum efnum.   

Ég og Blogg-heimurinn

Tók þá stórkostlegu ákvörðun í dag að taka þátt í hinum svo kallaða Blogg-heimi! Tímin kemur til með að leiða í ljós hversu öflugur bloggari ég verð. Það er meira að segja góður möguleiki á því að þetta verði bæði upphaf og endir á mínu blogg-lífi. Kemur allt í ljós á næstu dögum. Spennandi!!!

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband